Vestnorden sýningin vel heppnuð
Íslandsstofa tók þátt í ferðasýningunni Vestnorden Travel Mart 2011 sem fram fór í Þórshöfn í Færeyjum 13. og 14. september síðastliðinn.
Almenn ánægja var með sýninguna og mátti greina mikinn áhuga meðal kaupenda á að auka sölu Íslandsferða allt árið. Öll framkvæmd sýningarinnar var með miklum ágætum hjá Færeyingum, en hún fer næst fram dagana 11.-13. September 2012 í Reykjavík.