Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. janúar 2017

Vetrarferðaþjónusta í sókn á Hollandsmarkaði

Vetrarferðaþjónusta í sókn á Hollandsmarkaði
Ferðasýningin Vakantiebeurs 2017 var haldin í Utrecht í Hollandi dagana 10.-15. janúar sl. Sex fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku þátt á bás Íslandsstofu.

Ferðasýningin Vakantiebeurs 2017 var haldin í Utrecht í Hollandi dagana 10.-15. janúar sl.
Sex fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku þátt á bás Íslandsstofu: Elding Adventure at Sea, Grayline Iceland, Mountaineers of Iceland, Reykjavík Excursions, Smyril Line og WOW Air. Sýningin var vel sótt eins og undanfarin ár og er Ísland stöðugt að verða vinsælli vetraráfangastaður meðal hollenskra ferðalanga, enda boðið upp á daglegt flug milli Amsterdam og Keflavíkur á vegum tveggja íslenskra flugfélaga.

Íslensk náttúra með fjöllum og fossum vekur sem fyrr mesta athygli meðal Hollendinga. Íslensk matargerð vekur þó einnig eftirtekt enda hefur verið boðið upp á íslenskt góðgæti á bás Íslandsstofu á Vakantiebeurs sem Hollendingar hafa vel kunnað að meta. Þá hefur hönnun og útlit markaðsefnis í markaðsherferðinni Ísland allt árið vakið hrifningu meðal gesta á íslenska sýningarbásnum.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni
 

Deila