Viðhorf ferðamanna frá Indlandi gagnvart Norðurlöndunum
Rannsóknin var unnin af breska markaðsfyrirtækinu Kubi Kallo fyrir hönd allra norrænu landkynningarskrifstofanna. Fólst hún bæði í úrtakskönnun hjá yfir 1000 neytendum á indverska markaðinum, auk þess sem djúpviðtöl voru tekin við minni hópa. Einnig lögðu ferðaþjónustufyriræki á Norðurlöndunum til sín viðhorf um helstu hvata og hindranir í þessu sambandi.
Niðurstöðurnar eru um margt athyglisverðar og sýna t.d. fram á að Sviss er meiri samkeppnisaðili Norðurlandanna á þessum markaði en almennt var talið.
Stefnt er að því að halda kynningarfund á næstunni þar sem fulltrúar Kubi Kallo kynna niðurstöðurnar. Fundurinn mun fara fram á vefnum og verður auglýstur síðar.