Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. október 2017

Viðskiptafulltrúarnir á landinu

Viðskiptafulltrúarnir á landinu
Ársfundur viðskiptafulltrúanna við sendiráð Íslands fór fram á Íslandi dagana 26.-28. september sl. Alls eru 10 viðskiptafulltrúar starfandi við jafn mörg íslensk sendiráð og voru níu þeirra mættir til landsins.

Ársfundur viðskiptafulltrúanna við sendiráð Íslands fór fram á Íslandi dagana 26.-28. september sl. Alls eru 10 viðskiptafulltrúar starfandi við jafn mörg íslensk sendiráð og voru níu þeirra mættir til landsins.

Venju samkvæmt áttu viðskiptafulltrúarnir fjölda funda á meðan á dvöl þeirra hér stóð. Auk þess að funda með starfsfólki Íslandsstofu og í utanríkisráðuneytinu var haldinn fundardagur fyrirtækja með fulltrúunum á Hilton Reykjavík Nordica þann 27. september.

Nýjung á dagskrá í ár voru örkynningar um markaðina níu sem fram fóru á Nordica sama dag – eða svokölluð “Market Snapshots”. Þar hlýddu á fjórða tug gesta á fulltrúana hvern og einn kynna sinn markað í stuttu erindi. Mæltist viðburðurinn vel fyrir og ljóst að hann er kominn til að vera.

Glærur frá örkynningum má nálgast hér

Íslandsstofa og viðskiptasvið utanríkisráðuneytisins bjóða íslenskum fyrirtækjum víðtæka þjónustu hjá þeim tíu sendiráðum sem eru með starfandi sérstakan viðskiptafulltrúa. Þetta eru sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Delí, Pekíng, Tókýó, Osló, Helsinki, Washington og London.

Viðskiptafulltrúarnir búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og góð sambönd í umdæmislöndunum meðal annars við útflutningsráðin og fleiri aðila sem nýtast íslensku atvinnulífi. Frekari upplýsingar um þjónustu þeirra má nálgast hér.

Deila