Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. febrúar 2017

Viðskiptaheimsókn íslenskra matvælafyrirtækja til New York í júní

Viðskiptaheimsókn íslenskra matvælafyrirtækja til New York í júní
Íslandsstofa, í samstarfi við alræðisskrifstofu Íslands í New York skipuleggur nú ferð fyrir íslenska framleiðendur og útflytjendur á matvælum, einkum sérvörum (speciality food) og drykkjarvörum, til New York dagana 24.-28. júní 2017.

Íslandsstofa, í samstarfi við aðalræðisskrifstofu Íslands í New York skipuleggur nú ferð fyrir íslenska framleiðendur og útflytjendur á matvælum, einkum sérvörum (speciality food) og drykkjarvörum, til New York dagana 24.-27. júní 2017.

Tilgangur ferðarinnar er fyrst og fremst að kynnast sérvörumarkaðnum og viðskiptaumhverfinu í Bandaríkjunum, með áherslu á austurströnd Bandaríkjanna og New York. Farið verður á Fancy Food sýninguna í New York, matvörumarkaðir og sérvörubúðir heimsóttar og þátttakendur fá kynningar á viðskiptaumhverfinu í Bandaríkjunum.

Kynning á sérvörumarkaðnum og viðskiptaumhverfi matvælafyrirtækja

Í ferðinni verður haldinn fræðslu- og kynningarfundur um viðskiptaumhverfið á bandaríska markaðnum. Á fundinum verður m.a. fjallað um eftirfarandi atriði: 

  • Hvernig á að stofna fyrirtæki í Bandaríkjunum 
  • Hvernig er best að eiga í viðskiptum fyrir íslensk fyrirtæki sem ekki eru skráð í Bandaríkjunum 
  • Samningagerð
  • Vörumerkja- og einkaleyfa (patent) skráning 
  • Tollamál/afgreiðsla

Fancy Food Show í New York

Matvælasýningin Fancy Food Show verður haldin í Javits Center í New York 25. -27. júní 2017. Sýningin er sú stærsta á sviði sérvöru í Norður Ameríku og fer fram árlega í New York í júní og San Francisco í janúar. Skipulögð verður heimsókn á sýninguna og fá þátttakendur leiðsögn um sýninguna og tækifæri til að skoða það úrval sem er verið að kynna, en um 80.000 sérvörur eru kynntar. Á sýningunni taka þátt yfir 2.600 framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðilar og 23.000 kaupendur. Frekari upplýsingar um sýninguna má finna hér

Heimsóknir á markaði og í fyrirtæki

Farið verður í heimsóknir á matvörumarkaði, veitingastaði og í verslanir á borð við Eataly, Whole Foods Market og Dean and Deluca.

Íslandsstofa hefur tekið frá hótelherbergi og reiknað er með að hópurinn verði á sama stað til að auðvelda ferðir og skipulag. Þátttakendur bóka sitt flug sjálfir. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir ferðir til og frá flugvelli, flug og gistingu. Kostnaður fer eftir fjölda þátttakenda og verður kr. 50-100.000 og fer til greiðslu á ferðum á milli staða í New York, aðgangseyri að sýningunni, fundi og eina sameiginlega máltíð. 

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að skrá sig hér að neðan. Skráning telst ekki bindandi.

Nánari upplýsingar veita Bryndís Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, bryndis@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 og Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í New York, hlynur@mfa.is s. 545 7766.

Deila