Viðskiptaheimsókn til Kyrrahafsstrandar Rússlands
Sendiráð Íslands í Moskvu og Íslandsstofa kanna nú áhuga fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveginn á viðskiptaheimsókn í fylgd sendiherra til Kyrrahafsstrandar Rússlands. Dagskráin er skipulögð í kringum ráðstefnuna Fishermen Congress í Vladivostok sem haldin er dagana 5. og 6. október. Frá Vladivostok verður farið til Kamtsjatka og Sjakalín-eyju og geta þátttakendur valið að vera með allan tímann eða heimsækja einstök svæði.
Dagskrá í Vladivostok:
3. október
Fundir með stjórnvöldum og heimsóknir í fyrirtæki.
4. október
Fundur Íslandsstofu og sendiráðsins þar sem rússneskum fyrirtækjum er boðið til kynningar á íslenskum sjávarútvegi og samtals um samstarf.
5.- 6. október
Ráðstefnan Fisherman Congress haldin í 12. sinn undir yfirskriftinni „Nýsköpun í sjávarútvegi“. Framsögur og umræður um málefni sem tengjast veiðum, fiskeldi og vinnslu. Ráðstefnuna sækja fyrirtæki af allri austurströndinni og þar gefst því gott tækifæri til funda og til að fá upplýsingar og fréttir af markaðinum.
Að lokinni dagskrá í Vladivostok fara þau fyrirtæki sem vilja áfram til Kamtsjatka og Sjakalín-eyju til funda við stjórnvöld og fulltrúa fyrirtækja dagana 9.-12. október. Dagskráin þar ræðst að miklu leyti af óskum þeirra fyrirtækja sem taka þátt.
Heimsóknin er skipulögð í samstarfi við viðskiptaráð á hverjum stað og eru þau fyrirtækjum innan handar við að mynda tengsl á þessu svæði.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Ernu Björnsdóttur, erna@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 28. ágúst.