Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. apríl 2016

Viðskiptasendinefnd til Georgíu

Viðskiptasendinefnd til Georgíu
Utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur ákveðið að þiggja boð utanríkisráðherra Georgíu um að heimsækja landið dagana 6. og 7. júní nk. Af því tilefni mun Íslandsstofa skipuleggja viðskiptasendinefnd sem fylgir ráðherra til höfuðborgarinnar Tiblisi þessa daga.

Utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur ákveðið að þiggja boð utanríkisráðherra Georgíu um að heimsækja landið dagana 6. og 7. júní nk. Af því tilefni mun Íslandsstofa skipuleggja viðskiptasendinefnd sem fylgir ráðherra til höfuðborgarinnar Tiblisi þessa daga.

Megin áhersla verður á viðskiptatækifæri á sviði verkfræði og mannvirkjagerðar. Haldin verður kynning á þekkingu íslenskra fyrirtækja á sviði jarðvarmavirkjunar og beislunar vatnsorku en tvö íslensk fyrirtæki á því sviði hafa nú þegar náð fótfestu í landinu. Einnig mun fara fram kynning á Íslandi sem áfangastað ferðamanna. Ýmsir aðrir möguleikar eru til viðskipta s.s. á sviði fiskútflutnings til landsins. Verslunarráð Georgíu mun aðstoða Íslandsstofu við að skipuleggja fundi, sé þess óskað.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 5114000. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband fyrir 1. maí nk.

Deila