Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. júlí 2017

Viðskiptastefnumót í London í nóvember

Viðskiptastefnumót í London í nóvember
Íslandsstofa, sendiráð Íslands í London og Ernst & Young boða til tveggja daga viðburðar í London 6. og 7. nóvember næstkomandi. Markmiðið er að stefna saman íslenskum fyrirtækjum sem eiga erindi á erlendan markað og breskum fjárfestum sem og fyrirtækjum sem eru að leita eftir nýjum lausnum og tækifærum.

Íslandsstofa, sendiráð Íslands í London og Ernst & Young boða til tveggja daga viðburðar í London 6. og 7. nóvember næstkomandi. Markmiðið er að stefna saman íslenskum fyrirtækjum sem eiga erindi á erlendan markað og breskum fjárfestum sem og fyrirtækjum sem eru að leita eftir nýjum lausnum og tækifærum.

Lykilráðgjafar Ernst & Young, fulltrúar frá breskum stjórnvöldum og sóknarmenn úr íslensku atvinnulífi verða m.a. með framsögu og innlegg. Völdum fyrirtækjum gefst kostur á að vera með stutta kynningu en öll fyrirtæki fá tækifæri til kynningar og markaðssóknar. Einnig gefst íslenskum fyrirtækjum og frumkvöðlum möguleiki á að fá innsýn í og leiðbeiningar um markaðssetningu í Bretlandi.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Flosa Eiríksson, s. 511 4000, flosi@islandsstofa.is.

Deila