Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. apríl 2018

Viðskipti Íslands og Kína til umræðu á kynningarfundi

Viðskipti Íslands og Kína til umræðu á kynningarfundi
Góð aðsókn var að kynningarfundi um viðskipti Íslands og Kína sem Íslandsstofa og utanríkisráðneytið stóðu fyrir á Grand Hótel Reykjavík á dögunum.

Á fundinum fór Petur Yang Li, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Kína, m.a. yfir reynsluna af fríverslunarsamningi landanna í millum en fimm ár eru í ár liðin frá því hann var undirritaður. Þá ræddi Petur einnig möguleg ný viðskiptatækifæri fram undan fyrir íslensk fyrirtæki í samskiptum við Kína.

Góður rómur var gerður að fundinum og þónokkrar spurningar í lokin sem viðskiptafulltrúinn leitaðist við að svara, við góðan leik. Þess má geta að Petur fagnar 20 ára starfsafmæli við sendiráðið í Peking í ár og þekkir því vel orðið til þarfa íslensks atvinnulífs í sókn í Kína.

Kynningu Peturs Yang Li má nálgast hér

Deila