Viltu ná árangri á erlendum markaði? Skráðu fyrirtækið þitt í ÚH 25
Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) er útflutningsverkefni sem er sniðið að þörfum fyrirtækja sem stefna að útflutningi, eða hafa þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt. Verkefnið er nú haldið 25. árið í röð.
Auk þess að öðlast mikilvæga þekkingu á erlendri markaðssetningu njóta þátttakendur í ÚH aðstoðar sérfræðinga við mótun og gerð markaðs- og aðgerðaáætlunar fyrir sókn á erlendan markað. Unnið er tvo daga í mánuði á sjö mánaða tímabili frá október 2014 til apríl 2015.
Undanfarin ár hefur verið mikil eftirspurn eftir þátttöku í ÚH, en að hámarki 10 fyrirtæki komast inn í verkefnið á hverju ári. Fyrri umsóknarfrestur er þriðjudagurinn 7. október, en fyrirtæki sem sækja um fyrir þann tíma njóta forgangs.