Vinnusmiðja Norðurlandanna í New York - Íslandsbás vel sóttur
Þriðja árlega Vinnustofa Norðurlandanna (Scandinavian Travel Workshop) fór fram í New York dagana 26. og 27. október.
Dagskráin hófst með kynningu á norrænum mat í Skandinavíska húsinu við Park Avenue. Þar báru þrír norrænir matreiðslumeistarar fram mat frá Norðurlöndunum og kynntu ný-Norræna matargerð sem hefur verið í sviðljósinu vestanhafs undanfarið í kjölfar Bocuse D’Or keppninnar. Um 100 manns sóttu þessa kynningu, þar á meðal margir úr ferðaiðnaðinum vestanhafs.
Þann 27. október var söluaðilum boðið á Norðurlandavinnusmiðju í aðalsal Roosevelt Hótelsins. Sú smiðja var vel sótt af Bandarískum ferðasöluaðilum sem sérhæfa sig í ferðum til Norðurlandanna.
Aldrei hafa fleiri fulltrúar frá Íslandi kynnt þjónustu sína á þessari vinnusmiðju.