Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. febrúar 2013

Vinsælar vinnustofur

Vinsælar vinnustofur
Íslandsstofa stóð fyrir tveimur vinnustofum á dögunum. Uppselt var á báðar vinnustofurnar og komust færri að ein vildu.

Íslandsstofa stóð fyrir tveimur vinnustofum á dögunum. Uppselt var á báðar vinnustofurnar og komust færri að ein vildu.

Samningatækni til söluaukningar

Chris Bowerman meðeigandi og stjórnandi Tripos Consultants veitti þátttakendum innsýn og skilning á því hvernig samningaferill gengur fyrir sig. Þegar viðskiptavinur ákveður að kaupa eða dreifa vöru mun hann e.t.v. vilja óska eftir að breyta því tilboði sem liggur á borðinu. Atriði eins og verð, skilmálar og afhending vöru munu að öllum líkindum koma til tals í þessu samhengi og þá er betra að vera vel undirbúinn til að ná góðum samningum

Val á markaði

Mark Dodsworth, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Europartnerships stýrði vinnustofu þar sem farið var yfir helstu atriði sem skipta máli þegar velja á nýjan markað. Þegar hugað er að útflutningi er mikilvægt að vita hvaða markaður hentar best þeirri vöru og/eða þjónustu sem á að markaðsetja til að hámarka árangurinn.

 

 

 

Deila