Ísland er aðili að fríverslunarsamningum við yfir 50 ríki. Flestir samninganna hafa komið til með samstarfi EFTA-ríkjanna og er EES samningurinn þar mikilvægastur. Ísland hefur einnig gert tvíhliða samninga við Grænland, Færeyjar og Kína.
Ekki hafa verið gerðir fríverslunarsamningar við mikilvæg viðskiptalönd eins og Bandaríkin, Rússland, Japan og nokkur lönd Suður-Ameríku og því njóta íslenskar vörur engra tollfríðinda í þeim löndum umfram það sem almennt gerist.
Upplýsingar um EES-samninginn á vef utanríkisráðuneytisins
Upplýsingar um aðra fríverslunarsamninga Íslands á grundvelli EFTA
Upplýsingar um fríverslunarsamning Kína