Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Listir og skapandi greinar

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur um kynningu á íslenskum listum og skapandi greinum í þeim tilgangi að auka virði þeirra í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. ​Áhersla er lögð á traust samstarf við miðstöðvar skapandi greina, faglega stefnumótun í kynningarmálum sem stuðla að aukinni þekkingu og eftirspurn lista og skapandi greina á erlendri grundu. ​


Skapandi Ísland

Markaðsverkefninu Skapandi Ísland hefur verið ýtt úr vör. Verkefninu er ætlað að efla vitund um íslenskar listir og skapandi greinar á erlendum mörkuðum, auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum hér á landi og styðja við útflutning íslenskra listamanna og hins skapandi geira.

Skapandi Ísland


Film in Iceland

Íslandsstofa rekur verkefnið Film in Iceland sem hefur m.a. það markmið að kynna Ísland sem vænlegan tökustað fyrir erlend kvikmyndaverkefni.

Film in Iceland


Markaðsaðgerðir

Við viljum kynna Ísland sem skapandi miðstöð, upprunaland menningarafurða og eftirsóknarverðan stað til sköpunar á sviði tónlistar, bókmennta, myndlistar, sviðslista og hönnunar.

Markaðsaðgerðir