Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Viðskiptafulltrúar

Íslandsstofa og viðskiptasvið utanríkisráðuneytisins bjóða íslenskum fyrirtækjum víðtæka þjónustu hjá þeim tólf sendiráðum sem eru með starfandi sérstakan viðskiptafulltrúa. Þetta eru sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Delí, Helsinki, Moskvu, London, Osló, París, Pekíng, Stokkhólmi, Tókýó og Washington. Áhersla er lögð á sveigjanlega þjónustu enda þarfir fyrirtækja ólíkar. Viðskiptafulltrúarnir búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og góð sambönd í umdæmislöndunum meðal annars við útflutningsráðin og fleiri aðila sem nýtast íslensku atvinnulífi. Í sumum sendiráðum er boðið upp á aðstöðu til að funda með fyrirtækjum og öll bjóða þau upp á þá þjónustu að senda út boðskort eða annað efni þegar við á.
Sjá nánari upplýsingar um viðskiptafulltrúana




Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands, ásamt framkvæmdastjóra Íslandsstofu. (2019)