Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Viðskiptaþróun

Viðskiptaþróun er stoðsvið sem sinnir þróun þjónustu Íslandsstofu við atvinnugreinar og fyrirtæki auk þess að vinna greiningar. Sviðið ber ábyrgð á þróun á þjónustu við íslensk fyrirtæki vegna starfsemi í þróunarríkjum og víðar á Heimstorgi Íslandsstofu.

Sviðið hefur umsjón með starfi Útflutnings- og markaðsráðs og ber ábyrgð á Útflutningsstefnu Íslands, innleiðingu hennar og árangursmælikvörðum. Sviðið heldur utan um innri og ytri umbótaverkefni Íslandsstofu, meðal annars rekstrartengd mál, í samstarfi við fjármála- og rekstrarsvið. Sviðið ber ábyrgð á rekstri Icelandic Trademark Holding.

Sviðið fer með fyrirsvar vegna samkeppnishæfni Íslands í samstarfi við svið útflutnings- og fjárfestinga, samskipti við opinbera aðila og heildarsamtök á vinnumarkaði. Sviðið hefur faglega umsjón með lagalegum úrlausnarefnum Íslandsstofu, annast samskipti við lögmannsstofur vegna lögfræðiþjónustu og ber ábyrgð á allri samningagerð Íslandsstofu við innlenda og erlenda aðila.