Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Ísland - saman í sókn

Ísland – saman í sókn er markaðsverkefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það var hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19. Ríkissjóður veitti verkefninu 1.500 m.kr. í samræmi við fjáraukalög fyrir árið 2020 sem heimila gerð samnings við Íslandsstofu um samræmt kynningar- og markaðsstarf erlendis á árunum 2020–2021 til að bregðast við neikvæðum áhrifum heimsfaraldurs á íslenska ferðaþjónustu. Verkefnið er starfrækt á völdum erlendum mörkuðum.
Samningur um framhald verkefnisins var undirritaður í febrúar 2022 út árið með 550 milljón króna viðbótar framlagi.

Skráðu þig í markaðshópinn hér að neðan til að taka þátt í verkefninu og fá reglulega upplýsingar.
Vertu með og skráðu þig hér!

Tilgangur og markmið

Markmið verkefnisins er að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina.

Verkefnið er unnið í samræmi við framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem ber yfirskriftina „Leiðandi í sjálfbærri þróun“ og langtímastefnu stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Verkefnið á að styrkja ímynd og auka eftirspurn í því skyni að auðvelda fyrirtækjum að auka sölu. Íslandsstofa mun vinna markaðsáætlun og greiningar í breiðu samstarfi og halda virkri upplýsingagjöf milli hagaðila.
Útflutningsstefna Íslands

Stjórn verkefnisins

Yfirstjórn verkefnis er í höndum stýrihóps sem skipaður er þremur fulltrúum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og tveimur fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar. Stýrihópur verkefnis ber ábyrgð á stefnumótun og markmiðum verkefnisins og meiriháttar ákvörðunum. ​

Í verkefnisstjórn sitja þrír aðilar sem tilnefndir eru af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fimm aðilar sem tilnefndir eru af Samtökum ferðaþjónustunnar og tveir fulltrúar sveitarstjórnarstigsins, annar tilnefndur af Reykjavíkurborg og hinn af markaðsstofum landshlutanna. Formaður verkefnisstjórnar er einn af fulltrúum ráðherra.
Meira um stjórn verkefnisins