Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Horses of Ice­land

Íslenski hesturinn

Markaðsverkefni um íslenska hestinn var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Fyrsta áfanga markaðsverkefnis lauk með formlegri stefnumótun, og framhald verkefnisins til næstu fjögurra ára hófst í byrjun janúar 2016. Í upphafi árs 2020 var verkefnið síðan framlengt um 18 mánuði. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna varðandi framtíðaráherslur verkefnisins, í takt við endurskipulagningu á starfi Íslandsstofu, og stefnt er að því að gera nýjan langtímasamning við stjórnvöld og hagsmunaaðila í kjölfarið. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins.

Íslenski hesturinn


Aukin verðmætasköpun

Ímyndin byggir meðal annars á því að íslenski hesturinn verði þekktur á heimsvísu sem hesturinn sem færir fólk nær náttúrunni; kraftmikill, ævintýragjarn, tilgerðarlaus og ósvikinn hestur sem tekur þér opnum örmum. Vörumerkið verður tengt við grunnstoðir í stefnu Íslandsstofu fyrir útflutning; eða sjálfbærni, nýsköpun, náttúru og fólk.

Aukin verðmætasköpun


Víðtækt samstarf

Markaðsverkefnið hefur undanfarin ár verið í víðtæku samstarfi við tæplega 60 aðila í hestageiranum og tengdum greinum. Öllum þeim aðilum sem rækta íslenska hestinn, framleiða hestavörur eða selja þjónustu tengda hestinum býðst að taka þátt í verkefninu sem og samtökum þessara aðila. Einnig geta aðrir sem eru tilbúnir að taka þátt í verkefninu fjárhagslega, s.s. þjónustuaðilar, birgjar og stofnanir eða félög, gerst aðilar að verkefninu. Þátttakendur taka þátt í að móta áherslur og markaðsaðgerðir og þeir verða kynntir á vefsíðunni Horses of Iceland og í miðlun út á við. Ennþá er hægt að tengjast verkefninu og er áhugasömum bent á að hafa samband við verkefnastjórann, Jelenu Ohm.

Víðtækt samstarf


Markaðsefni

Íslenski hesturinn er kvikmyndastjarna! Hér má skoða myndbönd úr ýmsum áttum sem Horses of Iceland hefur látið gera eða tekið þátt í, auk annars kynningarefnis.

Markaðsefni
Jelena Ohm

Jelena Ohm

Verkefnastjóri, útflutningur og fjárfestingar. Tengiliður við Þýskaland og Horses of Iceland.

Jelena Ohm

Verkefnastjóri, útflutningur og fjárfestingar. Tengiliður við Þýskaland og Horses of Iceland