Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Starfsemi Íslandsstofu

Íslandsstofa sinnir mörkun og markaðssetningu fyrir Ísland og íslenskar útflutningsgreinar, styður íslensk fyrirtæki í sókn á erlenda markaði og greiðir götu erlendrar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi.

Í  langtímastefnu fyrir íslenskar útflutningsgreinar, sem var sett fram árið 2019, voru skilgreindar sex stefnumarkandi áherslur sem hafa mikil tækifæri til vaxtar. Saman mynda þessar áherslur grunninn að framtíðarsókn íslensks útflutnings:

  1. Orka og grænar lausnir
  2. Hugvit, nýsköpun og tækni,
  3. Listir og skapandi greinar
  4. Ferðaþjónusta
  5. Sjávarútvegur
  6. Matvæli og náttúruafurðir

Framtíðarsýn

Framtíðarsýn langtímastefnumótunar fyrir íslenskan útflutning er að Ísland verði þekkt sem leiðandi land í sjálfbærni. Ísland hefur alla burði til að standa fyllilega undir þessari sýn – með hefð fyrir hagnýtingu hreinna orkugjafa, virðingu fyrir náttúruöflunum og sköpunarkrafti þjóðarinnar.

Grænvangur

Íslandsstofa hýsir samstarfsvettvang um loftslagsmál og grænar lausnir, Grænvang, sem stofnað var til í því skyni að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Að auki vinnur vettvangurinn með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styður við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni.

Icelandic

Icelandic Trademark Holding ehf. (ITH) er rekið af Íslandsstofu samkvæmt samningi við ITH. Þá eru fjölmörg markaðsverkefni sem styðja við íslenskar útflutningsgreinar rekin af Íslandsstofu samkvæmt sérstökum samningum þar um.

Skipulag

Starfsemi Íslandsstofu skiptist í fjögur svið, eitt kjarnasvið og þrjú stoðsvið: 

Útflutningur og fjárfestingar
Markaðssamskiptasvið
Viðskiptaþróun
Rekstur og fjármál