Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Gagna­ver


Um nokkurra ára skeið hefur Ísland verið kynnt sem einn besti staðsetningarkostur heims fyrir gagnaver, byggt á úttektar- og greiningarvinnu innlendra sem erlendra ráðgjafastofa.

Verðmætir viðskiptavinir alþjóðlegra gagnavera leggja áherslu á endurnýjanlegan uppruna orkunnar sem knýr og kælir ofurtölvur þeirra. Þörfin fyrir reiknigetu, geymslu og miðlun gagna fer stöðugt vaxandi á sama tíma og kolefnisspor starfseminnar skiptir sífellt meira máli.

Íslandsstofa hefur í samstarfi með með innlendum hagaðilum sótt ráðstefnur, unnið að greiningarvinnu og fundað með erlendum fjárfestum þar sem Ísland er kynnt sem ákjósanlega staðsetning til að hýsa gögn í íslenskum gagnaverum sem og hagkvæmur kostur til að reisa ný gagnaver. Öll kynningavinna Íslandsstofu hefur verið unnin í samstarfi við íslenska hagaðila; má nefna samtök gagnavera, íslensku orkufyrirtækin, sveitarfélög, Farice, Kadeco og aðra hagaðila