Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Aðstoð við vöxt er­lend­is

Sam­starf við Bus­iness Sweden

Íslandsstofa hefur gert samning við Business Sweden sem gerir íslenskum fyrirtækjum kleift að nýta sér yfirgripsmikla ráðgjaþjónustu við inngöngu og vöxt á erlendum mörkuðum. Hjá Business Sweden starfa 450 sérfræðingar og ráðgjafar í 37 löndum. Þjónustan er afar fjölbreytt og nýtist öllum fyrirtækjum sem hyggja á útrás.

Íslandsstofa sér um að kynna þjónustuna til íslenskra fyrirtækja og er milliliður þeirra við Business Sweden. Ef að samningi verður þá er hann gerður beint við Business Sweden.

Hraðari inn­ganga og vöxt­ur

Stefnumótandi ráðgjöf, fjölbreytt viðskipta- og lagaleg aðstoð, upplýsingar og gögn um ákveðna markaði sem og aðgengi að víðfemu tengslaneti viðskiptalífsins um allan heim. Þá er möguleiki að sækja aðstoð við skráningu fyrirtækja og að útvista hluta rekstrar til skrifstofu Business Sweden viðkomandi landi. Auk þess er í boði ráðgjöf og viðskiptaðstoð við opinbera aðila.

Fáðu upplýsingar um möguleikana

Endurgreiðsla á hluta kostnaðar

Þjónustan er veitt á markaðsforsendum og verðlagning fer eftir eðli og umfangi verkefna hverju sinni. Helmingur þóknunar er greiddur fyrirfram og helmingur við lok verkefnis. 

Hægt er að sækja um endurgreiðslu til Íslandsstofu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum:

  • Fyrirtækið er skráð og með lögheimili á Íslandi
  • Dótturfélög erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi geta einnig sótt um niðurgreiðslu
  • Velta síðasta rekstrarárs er ekki hærri en 5 milljarðar króna
  • Hjá félaginu eru að minnsta kosti 3 stöðugildi á ársgrunni
  • Félagið hefur rekstrarhæfi til að minnsta kosti 12 mánaða
  • Varan eða þjónustan er tilbúin til að vera sett á erlendan markað

Framlag Íslandsstofu getur að hámarki numið 50% af kostnaði við hvert verkefni og mest þrjár milljónir króna á hverju ári.

Viltu vita meira?

Jarþrúður Ásmundsdóttir
Ágúst Sigurðarson er tengiliður við Business Sweden

"Eitt af meginhlutverkum Íslandsstofu er að efla útflutning og vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis. Í því samhengi er sú viðbótarþjónusta sem nú stendur íslenskum fyrirtækjum til boða afar mikilvæg og til þess gerð að auka líkur á vel heppnuðum aðgerðum við útrás fyrirtækja".

Ágúst Sigurðarson, fagstjóri útflutnings hjá Íslandsstofu og tengiliður við Business Sweden.

Hafðu samband