Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Markaðssamskiptasvið

Svið markaðssamskipta er stoðsvið sem annast undirbúning, stefnumótun og framkvæmd markaðsverkefna Íslandsstofu í samstarfi við svið Útflutnings- og fjárfestinga.

Sviðið ber ábyrgð á vörumerkjum Íslandsstofu og tryggir samhæfingu skilaboða, þvert á áherslur. Það annast einnig gerð markaðs- og kynningarefnis, sinnir almannatengslum og útgáfustarfsemi fyrir Íslandsstofu og sér um framkvæmd markaðsverkefni hennar. 

Starfsfólk sviðsins býr yfir framúrskarandi fagþekkingu á sviði markaðssetningar og almannatengsla og ber ábyrgð á þeim faglegu þáttum í teymisvinnu um framkvæmd markaðsverkefna með öðrum sviðum Íslandsstofu.

Á sviðinu starfa fagstjóri neytendamarkaðssetningar, fagstjóri almannatengsla og fagstjóri sýninga sem leiða faglegar áherslur verkefnahópa.