Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Sjávarútvegur

Íslenskur sjávarútvegur hefur lengst af verið okkar öflugasta útflutningsgrein og máttarstólpi í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Vexti greinarinnar eru þó takmörk sett frá náttúrunnar hendi og því er nauðsynlegt að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða með samræmdu markaðsstarfi á grundvelli uppruna, sjálfbærni og nýsköpunar.

Íslenskar sjávarafurðir

Íslandsstofa stendur fyrir margskonar markaðs- og kynningarstarfi á íslenskum sjávarafurðum til að auka vitund um Ísland sem upprunaland og stuðla að jákvæðni til íslenskra sjávarafurða. Þá kynnum við Ísland sem tilvalinn stað til að eiga viðskipti með sjávarútvegstækni – hvort sem um ræðir lausnir tengdar veiðum, vinnslu eða hámarks nýtingu.

Íslenskar sjávarafurðir


Seafood from Iceland

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa sameinast undir slagorðinu Seafood from Iceland til að auka útflutningsverðmæti með einu upprunamerki.

Seafood from Iceland


Bacalao de Islandia

Sameiginlegt markaðsátak íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi sem ætlað er að auka eftirspurn eftir söltuðum þorskafurðum frá Íslandi á mörkuðum S-Evrópu.

Bacalao de Islandia


Markaðsaðgerðir

Segja má að sjávarafurðir gegni lykilhlutverki við að móta ímynd Íslands og því er mikilvægt fyrir bæði Ísland í heild og sjávarútveginn að auka enn frekar vægi bæði sjálfbærni og nýsköpunar í mörkun Íslands og greinarinnar.

Markaðsaðgerðir