Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Ein­kunn markaðssvæða fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu


Íslandsstofa hefur unnið að samþættu einkunnakerfi sem hugsað er sem ráðgefandi mat á markaðssvæðum fyrir íslenska
ferðaþjónustu. Megintilgangur þessarar vinnu er að þróa tól til að auðvelda hagsmunaaðilum með samtal og ákvörðunartöku þegar kemur að vali á markaðssvæðum með það að markmiði að nýta betur þau tækifæri sem bjóðast og skapa meiri tekjur fyrir íslenskt samfélag.

Notast er við sambærilega aðferðafræði á einkunnarkerfi sem Visit Denmark hefur unnið með í nokkur ár, en kerfið metur ákjósanleika markaðssvæðis út frá margskonar þáttum. Einkunnakerfið mælir einkum tölfræðilega þætti, s.s. efnahagslegt ástand, aðgengi að Íslandi, áhuga gagnvart Íslandi sem áfangastað, árstíðasveiflu, framtíðarspá í utanlandsferðum o.fl. Sjá nánar hér að neðan. 

Einkunn markaðssvæða, 2018 (pdf)