Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Ég ætla að flytja út vöru til Danmerkur. Þegar ég athugaði hvort á henni væri tollur kom í ljós að vegna EES samningsins er ekki lagður tollur á vöruna ef hún er íslensk. Þarf ég að sýna fram á það?

Til að njóta tollfríðinda á grundvelli fríverslunarsamninga verður að fylgja vöru sem upprunnin er á Íslandi svokölluð upprunasönnun. Upprunasönnun vegna EES samningsins er annað hvort EUR1 skírteini sem sótt er um til tollstjóra, eða ákveðinn texti kallaður upprunayfirlýsing sem ritaður er á vörureikning. Almennt er gerð krafa um EUR1 skírteini en í tveimur tilvikum nægir upprunayfirlýsing á vörureikningi:

1. ef virði sendingar er ekki yfir EUR 6.000
2. ef útflytjandinn er „viðurkenndur útflytjandi“. Sótt er um viðurkenningu til embættis tollstjóra.
Upprunayfirlýsing á grundvelli EES samningsins er svo hljóðandi á ensku:
„The exporter of the products covered by this document (customs authorization No. .......)* declares that, except where otherwise clearly indicated, these products are of EEA preferential origin."

*Ef viðurkenndur útflytjandi gefur út upprunayfirlýsingu er sviginn felldur í burtu og númer hans sett inn. Annars er sviginn og textinn í honum tekinn í burtu.

Nánari upplýsingar um upprunasannanir á vef tollstjóra. Þar er einnig að finna leiðbeiningar um útfyllingu EUR1 skírteinis.