Grænvangur vinnur að því að kortleggja grænar lausnir frá Íslandi til að kynna þær á erlendum mörkuðum og auka útflutning þeirra. Grænvangur mun leiða kynningarstarf á erlendum mörkuðum undir merkjum Green by Iceland. Vefsíða Green by Iceland er í vinnslu.
Íslenskar lausnir sem geta nýst í baráttunni gegn loftslagsvánni á heimsvísu eru m.a. nýting endurnýjanlegra orkugjafa til rafmagnsframleiðslu og húshitunar, sem og lausnir sem hafa verið þróaðar í sjávarútvegi og orkusæknum iðnaði til að draga úr losun.
Grænvangur mun kynna íslenska tækni, vörur, hugvit og nýsköpun erlendis. Við mætum á sýningar og kynnum íslenskar vörur og íslenskt hugvit sem nýtist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við höfum einnig aðgang að viðskiptafulltrúum um allan heim sem geta aðstoðað íslensk fyrirtæki í staðbundinni markaðssetningu. Auk þess mun Grænvangur styrkja tengsl og samvinnu við alþjóðasamfélagið á sviði loftslagsmála.
Kortlagning, íslenskra grænna lausna