Ísland stefnir að kolefnishlutleysi árið 2040. Íslendingar nýta nú þegar endurnýjanlega orkugjafa til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Ein stærsta áskorun samtímans eru orkuskipti í samgöngum. Grænvangur leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld í aðgerðum sem miða að því að flýta orkuskiptum í samgöngum til að Ísland nái metnaðarfullu markmiði sínu í loftslagsmálum.
Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr losun sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda um 29% milli 2005 og 2030. Þetta samsvarar því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda úr 3.119 þkí (þúsund koldíoxíð ígilda) í 2.214 þkí.
Hér fyrir neðan má sjá dæmi um losun sem eru á beinni ábyrgð stjórnvalda en nánari upplýsingar má finna á vef Umhverfisstofnunar.
Þúsundir Co2 ígilda | 2005 | 2017 | 2030 | 2005 -> 2017 |
---|---|---|---|---|
Vegasamgöngur | 787 | 975 | 24% | |
Fiskiskip | 746 | 533 | -29% | |
Landbúnaður | 519 | 578 | 11% | |
Úrgangur | 279 | 229 | -18% | |
Annað | 788 | 616 | -22% | |
Samtals | 3.119 | 2.931 | 2.214 | -6% |
Ríkisstjórn Íslands hefur sett fram aðgerðaráætlun um hvernig Ísland mun standa við þessar skuldbindingar, hana má finna hér. Önnur útgáfa er væntanlega á vormánuðum 2020.
Orkusækinn iðnaður fellur ekki undir losun sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda heldur ETS kerfið
Í Parísarsamkomulaginu skuldbatt Íslands sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% á milli áranna 1990 og 2030. Ísland, Noregur og lönd Evrópusambandsins útfærðu þetta markmið á þann hátt að hluti losunar svæðisins telst sameiginlegur og fellur undirEvrópska viðskiptakerfið (ETS). Heildarlosun innan ETS er ætlað að dragast saman um 43% frá 2005-2030..
Kerfið virkar þannig að í byrjun fá fyrirtækin innan kerfisins, einkum iðnaðar- og orkufyrirtæki, ókeypis losunarheimildir, sem lækka svo ár frá ári. Takist þeim ekki að draga úr losun sem nemur þeirri lækkun, þurfa þau að kaupa sér losunarheimildir á frjálsum markaði.
Þeirri losun, sem fellur utan ETS, er skipt á milli landanna og ber Íslandi að draga úr sinni losun um 29% á frá 2005-2030.