Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

kortlagningar á ýmsum atvinnugreinum


Grænir iðngarðar á Íslandi (2021)


Markmið verkefnisins er kortlagning á grænum iðngörðum og er skýrslan fyrsti áfangi þessarar vinnu. Unnið verður áfram að verkefninu á komandi tíð með ábendingar um umbætur og markvissara vinnulag til að efla samkeppnisstöðu Íslands og ýta undir þróun hringrásarhagkerfis og uppbyggingu grænna iðngarða. 

Grænir iðngarðar


Lífvísindi á Íslandi (2018)


kortlagning á þeim atvinnugreinum sem heyra undir lífvísindi á Íslandi. Markmiðið með gerð skýrslunnar var að greina þarfir fyrirtækja sem tilheyra þessum vaxandi iðnaði á Íslandi.

Life Science in Iceland


JARÐVARMAGEIRinn Á ÍSLANDI (2016)


Markmiðið var að kortleggja starfsemi fyrirtækjanna og markaðsstarf þeirra erlendis með það fyrir augum að skoða tækifæri á samstarfi. Ráðinn var sérstakur verkefnastjóri til verksins og byggja niðurstöður hans á upplýsingum frá rúmlega 50 aðilum í greininni.

Mapping the Icelandic Geothermal Engergy Sector


HEILBRIGÐISTÆKNI Á ÍSLANDI (2015)


Lögð var áhersla á fyrirtæki sem eru í útflutningi, eða stefna á útflutning á næstu tveimur árum. Fyrirtækin framleiða annars vegar lækningatæki og hins vegar hugbúnaðarlausnir fyrir heilbrigðistækni. Tilgangur kortlagningarinnar var að skoða stöðu fyrirtækjanna, helstu markaðssvæði, þarfir, hindranir o.fl. 

Heathcare IT & Device Sector Mapping in Iceland 


GRÆN TÆKNI - SÓKNARFÆRI (2013)


Skýrslan er unnin í tengslum við verkefnið “CleanTech sóknarfæri”. Markmið verkefnisins er að kortleggja stöðu grænnar tækni á Íslandi í dag og fá yfirsýn yfir umfang, hindranir og sóknarfæri.  

Græn tækni sóknarfæri


ÚTFLUTNINGSFYRIRTÆKi MEÐ ÍSLENSKAR NÁTTÚRUVÖRUR (2013)


Skýrsla um íslensk útflutningsfyrirtæki sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína. Einn megintilgangur verkefnisins er að hvetja til aukins samstarfs, bæði fyrirtækin sín á milli, sem og alla þá aðila sem hafa það hlutverk að styðja við bakið á fyrirtækjunum og skapa þeim umgjörð sem gerir þeim kleift að ná sem bestum árangri á erlendum mörkuðum. 

Kortlagning á útflutningsfyritækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum


UT GEIRinn (2013) 


Skýrsla um eflingu samstarfs útflutningsfyrirtækja í hugbúnaðariðnaði með klasa hugmyndafræði að leiðarljósi. Markmiðið er aukið samstarf og markvissari vinnubrögð til að hægt sé að efla upplýsingatæknisamfélagið hér á landi og útflutning honum tengdum. 

Efling samstarfs útflutningsfyrirtækja í hugbúnaðariðnaði með klasa hugmyndafræði að leiðarljósi