Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Orðstír 

ORÐSTÍR eru heiðursverðlaun fyrir þýðendur íslenskra bókmennta á erlendar tungur. 

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og eru þau afhent af forseta Íslands. 
Verðlaunin falla í skaut einstaklinga sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi. Heiðursviðurkenningunni ORÐSTÍR, sem merkir bókstaflega heiður eða sæmd (tír) orðsins, er ætlað að vekja athygli á því ómetanlegu starfi sem þýðendur inna af hendi, ásamt því að vera þakklætisvottur og hvatning til þeirra þýðenda sem viðurkenninguna hljóta hverju sinni. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2015.

Að ORÐSTÍR standa Íslandsstofa, Miðstöð íslenskra bókmennta, Bandalag þýðenda og túlka, embætti Forseta Íslands og Bókmenntahátíð í Reykjavík. 

ORÐSTÍR 2019
ORÐSTÍR 2017
ORÐSTÍR 2015