Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Frá árinu 1989 hafa Útflutningsverðlaun Íslands verið veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar á útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun. 

Tilgangurinn með veitingu Útflutningverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis. Veiting verðlauna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörkuðum og fleiru.  

Verðlaunahafinn fær til eignar verðlaunagrip – listaverk - eftir íslenskan listamann og verðlaunaskjöld til að prýða veggi fyrirtækisins auk þess sem verðlaunahafinn getur notað sérstakt merki verðlaunanna á kynningarefni sitt næstu fimm ár frá afhendingu þeirra.

Í úthlutunarnefndinni sitja fulltrúar frá embætti forseta Íslands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptaráði Íslands, Alþýðusambandi Íslands, og frá Íslandsstofu sem ber einnig ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna.

Verðlaunahafar 1989-2021