Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Inspired by Ice­land

Allt markaðsstarf er unnið undir merkjum Inspired by Iceland.
Starfið tekur mið af grunnstoðum markaðssetningar sem skilgreindar hafa verið í samstarfi við hagsmunaaðila greinarinnar. Í grunnstoðunum má finna upplýsingar um markhópa, leiðarljós, skilaboð, hljómfall og annað sem nýtist þeim sem starfa að kynningu og markaðssetningu á áfangastaðnum erlendis.  
  
Meginmarkmið og mælikvarðar íslenskrar ferðaþjónustu í markaðssetningu eru skilgreindir í samstarfi við hagaðila og í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu sem unninn er af Stjórnstöð ferðamála. Markmiðin eru að: 

- draga úr árstíðarsveiflu hvers landshluta  
- auka meðalneyslu ferðamanna á Íslandi á dag 
- bæta viðhorf og vitund gagnvart Íslandi sem heilsársáfangastaðar 
- viðhalda ánægju ferðamanna og hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar 
- bæta viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu  

Hér að neðan er markaðsefni sem nýta má sem leiðarljós í markaðssetningu á íslenskri ferðaþjónustu.

Grunnstoðir í markaðssetningu fyrir Ísland 2018
Grunnstoðir fyrir Ísland 2018

Grunnstoðir í markaðssetningu fyrir Ísland sem áfangastað 
Eftirfarandi bæklingur var gefinn út undir merkjum Inspired by Iceland og hefur það markmið að vera leiðarljós í markaðssetningu á íslenskri ferðaþjónustu.
Grunnstoðir markaðssetningar fyrir Ísland
Building blocks for marketing Iceland as a tourist destination


Gátlisti fyrir notkun mynda í markaðssetningu
Listi yfir atriði til þess að hafa í huga fyrir ábyrga notkun mynda í markaðssetningu.
Gátlisti