Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. september 2012

Æðarbændur í fræðsluferð í Noregi

Æðarbændur í fræðsluferð í Noregi
Í lok ágúst stóð Íslandsstofa fyrir fræðsluferð fyrir æðarbændur til Noregs í samvinnu við Bændasamtök Íslands.

Í lok ágúst stóð Íslandsstofa fyrir fræðsluferð fyrir æðarbændur til Noregs í samvinnu við Bændasamtök Íslands.

Átján bændur tóku þátt í ferðinni. Farið var til eyjunnar Vega sem er á mitt á milli Tromsö og Þrándheims, en Vega ásamt eyjunum í kring er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Dúntekja hefur verið á eyjunum í margar aldir og er hún ásamt vinnubrögðum við hreinsun dúns ein helsta ástæðan fyrir því að svæðið var skráð á heimsminjaskrá.

Ferðin var afar gagnleg fyrir Íslendingana, ekki síst til að kynnast markaðssetningu dúnafurða og fullvinnslu dúns. Þá eru mörg áhugaverð verkefni í gangi á eyjunum er varðar ferðaþjónustu og tengingu hennar við sjálfbærni og ábyrga nýtingu náttúrugæða til lands og sjávar. Þegar hefur verið ákveðið að norskir æðarbændur heimsæki íslenska kollega sína á næsta ári til að kynnast betur aðstæðum hér á landi.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is

Deila