Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. mars 2022

Ísland á skjánum - ferðamennska og kvikmyndagerð

Ísland á skjánum - ferðamennska og kvikmyndagerð
Tengsl kvikmynda og sjónvarpsefnis við ferðamennsku á Íslandi verða rædd í Bíó Paradís föstudaginn 25. mars kl. 15, í tilefni af útgáfu bókarinnar Iceland on the Screen.

Tengsl kvikmynda og sjónvarpsefnis við ferðamennsku á Íslandi verða rædd í Bíó Paradís föstudaginn 25. mars í tilefni af útgáfu bókarinnar Iceland on the Screen. Viðburðurinn hefst kl. 15.00 og á dagskrá verða áhugaverðar kynningar úr ýmsum áttum, meðal annars frá fulltrúum Íslandsstofu. Allir velkomnir en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig. Sjá dagskrá hér að neðan. 

Höfundur bókarinnar, Wendy Mitchell, er fréttaritari Screen International á Norðurlöndum og hefur starfað sem ritstjóri og blaðamaður um langt skeið, fyrir miðla eins og Entertainment Weekly, indieWire og Rolling Stone. 

DAGSKRÁ

  • Wendy Mitchell segir frá bókinni Iceland on Screen.
  • Þorleifur Þór Jónsson, verkefnastjóri útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu, ræðir hvernig kvikmyndir eru nýttar í kynningum gagnvart ferðaheildsölum.
  • Katarzyna Maria Dygul, verkefnastjóri markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, fjallar um mælingar á áhrifum kvikmynda og sjónvarpsefnis á ákvörðun ferðamanna sem koma til landsins.
  • Guðrún Þórisdóttir, markaðsstjóri hjá Gray Line, segir frá skipulögðum ferðum tengdum kvikmyndum og sjónvarpsefni.
  • Sigríður Rósa Bjarnadóttir, formaður Félags kvikmyndagerðamanna, talar um gildi framangreindra verkefna fyrir hinn almenna kvikmyndagerðamann.

Boðið verður upp á léttar veitingar og gestir fá eintak af bókinni Iceland on Screen.

Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofa og Félag kvikmyndagerðarmanna standa fyrir dagskránni. 

SKRÁ MIG NÚNA

Ljósmynd: Lilja Jóns.

Deila