Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. janúar 2022

Kanadíski orkumarkaðurinn - tækifæri og tengslamyndun

Kanadíski orkumarkaðurinn - tækifæri og tengslamyndun
Helstu niðurstöður skýrslu um orkumarkaðinn í Kanada verða kynntar á rafrænum fundi á vegum Íslandsstofu 11. febrúar nk. Mikil tækifæri eru fyrir hendi í þessum geira á kanadíska markaðinum fyrir ýmsa tækni og þjónustu.

Yfirvöld og fyrirtæki í Kanada vinna saman að svokallaðri „net zero“ leið sem endurspeglast í löggjöfinni „Canadian Net-Zero Emissions Accountability Act“ en hún var sett um mitt ár 2021.

Þar liggja mikil tækifæri fyrir ýmsa tækni og þjónustu til að flýta fyrir umskiptum og erlendir aðilar sem hafa áhuga á kanadíska markaðnum þurfa að skilja sögulegan bakgrunn svæðanna, stjórnskipun Kanada og nálgun og stöðu orkumála á mismunandi svæðum og mörkuðum innan Kanada.

Volta Consulting vann skýrslu fyrir Íslandsstofu, Sendiráð Íslands í Ottawa og Orkuklasann um orkumarkaðinn í Kanada. Skýrsluna má finna HÉR.

Þau munu kynna meginniðurstöður skýrslunnar á rafrænum fundi föstudaginn 11. febrúar kl. 14:00-14:40 og svara spurningum um viðskiptaumhverfið og annað sem tekið er á skýrslunni.

Hér má finna Teams streymishlekk á fundinn


Deila