Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. febrúar 2022

Forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga óskast

Forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga óskast
Íslandsstofa leitar að öflugum stjórnanda í starf forstöðumanns útflutnings og fjárfestinga

Íslandsstofa leitar að öflugum stjórnanda í starf forstöðumanns útflutnings og fjárfestinga.

Svið Útflutnings- og fjárfestinga er kjarnasvið Íslandsstofu og ber ábyrgð á þjónustu Íslandsstofu við fyrirtæki og hagaðila. Sviðið vinnur eftir útflutningsstefnu Íslands og veitir ráðgjöf og þjónustu til allra útflutningsgreina í því skyni að greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi á vörum og þjónustu. Þjónusta er veitt innan sex áherslusviða:

 1. Orka og grænar lausnir
 2. Hugvit, nýsköpun og tækni,
 3. Listir og skapandi greinar
 4. Ferðaþjónusta
 5. Sjávarútvegur
 6. Matvæli og náttúruafurðir

Fagstjórar starfa við hverja áherslu og leiða faglega vinnu verkefnahópa um áherslurnar. Að auki starfa fagstjóri útflutningsþjónustu og fagstjóri fjárfestinga innan sviðsins, þvert á áherslur.

Svið útflutnings og fjárfestinga veitir þjónustu til útflutningsfyrirtækja í formi ráðgjafar og annarrar þjónustu. Slík ráðgjöf getur falist í ábendingum um heppilega markaði, veita upplýsingar um markaðssvæði, koma á tengslum við sérhæfða ráðgjafa, benda á kaupstefnur, veita aðgang að gagnasöfnum og efla viðskiptatengsl íslenskra fyrirtækja erlendis.

Starfsfólk sviðsins skipuleggur einnig þátttöku íslenskra fyrirtækja í kaupstefnum, vörusýningum eða viðskiptasendinefndum og sér um framkvæmd viðburða erlendis í samvinnu við viðskiptafulltrúa og markaðssamskiptasvið.

Á sviðinu er unnið að framkvæmd á sértækum og almennum markaðsverkefnum í samvinnu ið svið markaðssamskipta. Meðal verkefna má nefna:  

Sérfræðingar sviðsins veita upplýsingar og aðstoða erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á beinni erlendri  fjárfestingu á Íslandi.

Starfsfólk sviðsins á samstarf við utanríkisráðuneyti um ýmis viðskiptatengd málefni er varða þjónustu Íslandsstofu við hagaðila og fyrirtæki og annast einnig samstarf við systurfyrirtæki erlendis um þjónustu við íslensk fyrirtæki m.a. Business Sweden.

Forstöðumaður leiðir starf sviðsins og er hluti af yfirstjórn Íslandsstofu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af stjórnun og að minnsta kosti 5 ára reynsla af erlendu markaðs- og kynningarstarfi og útflutningi á vöru og/eða þjónustu
 • Leiðtogafærni, hæfni til að leiða breytingar og virkja aðila til samstarfs og mjög góð samskiptafærni
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku máli í ræðu og riti, önnur málakunnátta æskileg. 

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar næstkomandi. 

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.

Um Íslandsstofu

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda. Íslandsstofa sinnir mörkun og markaðssetningu fyrir Ísland og íslenskar útflutningsgreinar, styður íslensk fyrirtæki í sókn á erlenda markaði og greiðir götu erlendrar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi.

Framtíðarsýn langtímastefnu fyrir íslenskan útflutning er að Ísland verði þekkt sem leiðandi land á sviði sjálfbærni.

Deila