Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. maí 2015

Áfangastaðurinn Ísland – upplýsingafundir um land allt

Áfangastaðurinn Ísland – upplýsingafundir um land allt
Síðastliðna viku hélt Íslandsstofu í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna upplýsingafundi um samstarf og markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi.

Síðastliðna viku hélt Íslandsstofu, í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna, upplýsingafundi um samstarf og markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi. Fundaröðin hófst í Reykjavík þar sem Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina fór yfir hvernig Íslandsstofa stendur að markaðsstarfinu á erlendum mörkuðum á þessu ári, Ólafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri MMR kynnti nýja viðhorfs- og vitundarannsókn um Ísland sem framkvæmd var í Evrópu og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðþjónustunnar hélt erindi undir heitinu Aukum slagkraftinn. Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður Ferðamálaráðs var fundarstjóri. Í framhaldinu fór Inga Hlín með sína kynningu um landið með fulltrúum markaðsstofanna sem héldu erindi um markaðssetningu og samstarfið á hverju svæði. Fundirnir voru samtals níu í öllum landshlutum og sóttu hátt í 300 aðilar í ferðaþjónustu þá.

Kynningu Ingu Hlínar frá fundunum má finna hér
Viðhorfs- og vitundarrannsóknina má finna hér

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá upplýsingafundunum

Deila