Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. desember 2019

Áfangastaðurinn Ísland kynntur í Argentínu og Brasilíu

Áfangastaðurinn Ísland kynntur í Argentínu og Brasilíu
Fulltrúar sex íslenskra fyrirtækja tóku í byrjun desember þátt í vinnustofum Íslandssstofu í Argentínu og Brasilíu til að kynna áfangastaðinn Ísland.

Haldnar voru vinnustofur í borgunum Buenos Aires, Sâo Paulo og Rio de Janeiro. Ferðaheildsalar og ferðaskrifstofur í þessum borgum sýndu Íslandi mikinn áhuga og fögnuðu fróðleiknum um eyjuna forvitnilegu í Norður Atlantshafi. Þá gerðu fjölmiðlar í Argentínu og Brasilíu heimsókn íslensku sendinefndarinnar góð skil sem og áfangastaðnum Íslandi. Fjallað var um að Ísland væri framandi og spennandi land heim að sækja, fullt af orku og þess virði að uppgötva.
Sjá frétt Daily Web í Argentínu 
og brasilíska miðilsins Brasil Turis

Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru Eskimos, GJ Travel, Gray Line Iceland, Iceland Travel og Icelandair ásamt fulltrúum Íslandsstofu og Markaðsstofu Suðurlands.


Deila