Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. maí 2020

Breytingar á ferðatakmörkunum kynntar

Breytingar á ferðatakmörkunum kynntar
Ríkisstjórn Íslands kynnti fyrr í dag fyrirhugaðar breytingar á reglum um sóttkví og hvernig ferðatakmarkanir verða rýmkaðar í skrefum

Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á föstudaginn 15. maí nk. og gilda til 15. júní. Samkvæmt þeim verður þeim sem koma til landsins áfram skylt að fara í sóttkví í 14 daga, en heimild til að beita vinnusóttkví verður rýmkuð og skýrð nánar. 
Stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi taki gildi reglur um sýnatökur sem fela í sér að þeir sem koma til landsins geta komist hjá sóttkví að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Sjá nánar tilkynningu ríkisstjórnarinnar á heimasíðu stjórnarráðsins hér (ENGLISH VERSION AVAILABLE HERE). 

Deila