Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. ágúst 2016

Áhugakönnun: Markaðssetning inn á Bandaríkjamarkað

Áhugakönnun: Markaðssetning inn á Bandaríkjamarkað
Í framhaldi af vel heppnuðu námskeiði á vegum FDA, bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins, er fyrirhugað að halda eins dags námskeið, ætlað fyrirtækjum sem áhuga hafa á markaðssetningu lækningatækja- og hugbúnaðar í Bandaríkjunum.

Í framhaldi af vel heppnuðu námskeiði á vegum FDA, bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins, er fyrirhugað að halda eins dags námskeið, ætlað fyrirtækjum sem áhuga hafa á markaðssetningu lækningatækja- og hugbúnaðar í Bandaríkjunum. Að auki mun þátttakendum standa til boða ráðgjöf sem verður innifalin í þátttökugjaldinu.

Stefnt er að því að finna dagsetningu fyrir námskeiðið í fyrri hluta september.

Þátttökugjald verður 49.900 kr. og er hverju fyrirtæki heimilt að senda 2-3 starfsmenn á námskeiðið. Sjá dagskrá hér

Námskeið og ráðgjöf verður í umsjón Chris McClure sem er með Doktors og Mastersgráðu í Public health, with focus on health policy in the US. Chris hefur starfað við stjórnendaráðgjöf fyrir C-Suite Executives hjá stærsta 100 health systems í Bandaríkjunum. Síðustu ár hefur hann starfað hér á landi m.a. sem sjálfstæður ráðgjafi fyrir íslensk heilbrigðistæknifyrirtæki og að sérverkefnum fyrir aðila eins og Íslandsstofu. Námskeið og ráðgjöf fer fram á ensku.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is

Íslandsstofa stendur að námskeiðinu í samvinnu við Samtök heilbrigðisiðnaðarins (SHI). 


Sjá einnig: breyttar reglur á skráningum hjá FDA

Deila