Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. júní 2018

Áhugaverður fundur um viðskiptatækifæri á Indlandi

Áhugaverður fundur um viðskiptatækifæri á Indlandi
Íslandsstofa, indverska sendiráðið á Íslandi og Íslensk-indverska viðskiptaráðið héldu í gær kynningarfund vegna útgáfu skýrslunnar India: Surging Ahead 2018, sem fjallar um efnahagsmál, atvinnulíf og viðskiptatækifæri á Indlandi.

Um 40 manns sóttu fundinn. Sendiherra Indlands á Íslandi, Rajiv Kumar Nagpal, kynnti efni skýrslunnar og staðfærði yfir á íslenskt viðskipta- og atvinnuumhverfi. Skýrslan er yfirgripsmikil og nær yfir fjölmarga ólíka geira, en hana má nálgast (á ensku) hér að neðan.
India Surging Ahead 2018.

Andri Marteinssonar, forstöðumaður hjá Íslandsstofu fræddi fundargesti um Nordic Cities Solutions verkefnið, sem felur m.a. í sér sameiginlega markaðssetningu norrænna lausna í völdum borgum á Indlandi. Sjá kynningu Andra

Jafnframt héldu erindi þau Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland og formaður Íslensk-indverska viðskiptaráðsins, og Vigdís Guðmundsdóttir, eigandi DísDís & Co Saumastúdíós.

Nánari upplýsingar um efni fundarins og viðskiptatækifæri á Indlandi, veita Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is og Stefán Bragi Guðnason hjá sendiráði Indlands, com.reykjavik@mea.gov.in.

Deila