Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. september 2013

Áhugi á Íslandi í Norður-Ameríku

Áhugi á Íslandi í Norður-Ameríku
Íslandsstofa stóð fyrir röð landkynningarfunda og vinnustofa í Montreal, Chicago og New York í vikunni. Þar komu áhugasamir starfsmenn ferðaskrifstofa til fundar við fulltrúa íslenskra fyrirtækja ásamt því að hlýða á kynningu á því helsta sem Ísland hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn.
 

Íslandsstofa stóð fyrir röð landkynningarfunda og vinnustofa í Montreal og Chicago í vikunni. Þar komu áhugasamir starfsmenn ferðaskrifstofa til fundar við fulltrúa íslenskra fyrirtækja ásamt því að hlýða á kynningu á því helsta sem Ísland hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn.
Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru Bláa lónið, Elding hvalaskoðun, Iceland Excursions, Iceland Travel, Icelandair, Reykjavík Excursions, Reykjavíkur hótel og Fosshótel.

Árlega vinnusmiðjan Scandinavian Tourism Inc (STI) fór fram í New York 26. september. Ísland er meðlimur í samtökunum, sem er norrænn samstarfsvettvangur í Norður-Ameríku fyrir ferðamálaráð norðurlandanna. Markmiðið er að efla viðskiptasambönd milli íslenskra og bandarískra ferðaþjónustufyrirækja og voru sjö íslensk fyrirtæki með í för. Íslandsstofa skipulagði vinnusmiðjuna í samstarfi við STI. Fór hún fram í Time Warner byggingunni og var meðal annars boðið upp á kynningu frá Terry Dale, forseta USTOA (United States Tour Operator Association).

Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum frá Norður-Ameríku undanfarin ár og má enn vænta aukningar frá svæðinu, að sögn fundarmanna. Það sem ýtir undir þessa þróun er aukið framboð í flugi á næsta ári þegar Icelandair bætir við tveimur áfangastöðum í Kanada; Vancouver og Edmonton, auk þess sem WOW air hefur flug til New York. Þá mun Delta fljúga daglega milli New York og Keflavíkur yfir sumartímann.

 

Deila