Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. apríl 2015

Almannatengsl í upphafi árs

Almannatengsl í upphafi árs
Almannatengslastarf Íslandsstofu innan ferðaþjónustu og skapandi greina hefur farið vel af stað það sem af er ári. Íslandsstofa hefur aðstoðað við að koma til landsins fjölmiðlum til að kynna sér sérstaklega menningu og skemmtun en þar má nefna Myrka Músíkdaga, Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar, Food and Fun, Sonar og Stockfish kvikmyndahátíðina. Að auki hefur Íslandsstofa átt í samstarfi við nokkuð marga stóra fjölmiðla fyrstu tvo mánuði ársins en þar má nefna Die Zeit, Mitteldeutscher Rundfunk, Taz – die tageszeitung, Süddeutsche Zeitung, Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung, DPA fréttamiðlunina, Saveurs Magazine, Le Point, Les Echos, Le Parisien, BBC World, BBC Natural World, ITV, Nordis Magazine, Ekstra Bladet, Aftonbladet, Sunday People, Elle Magazine UK, Guardian, The Independent auk fjölda smærri miðla, bloggara og áhrifavalda á félagsmiðlum á helstu markaðssvæðum.
                               
Í mars fór þýskur blaðamaður í skíðaferð til Vestfjarða en umfjöllun hans verður fyrir útvarp og prentmiðla. Athugað hefur verið með blaðamenn fyrir Fossavatn skíðamaraþonið fyrir Vestan. Þýska útgáfa tímaritsins ELLE kom í apríl á vegum Íslandsstofu og í samstarfi við Höfuðborgarstofu. Þýski miðillinn GEO kemur í apríl vegna stórrar umfjöllunar um eldfjöll og Ice Cave í Langjökli auk þess sem Germanwings tímaritið mun verða með viðamikla Íslandsumfjöllun sem verður unnin seint í apríl. 
Nokkur verkefni eru í bígerð með sjónvarpsstöðvum í Þýskalandi sem enn eru ekki staðfest en fyrirhuguð er upptaka sjónvarpsþátta á Íslandi. Enn er unnið í stórum sjónvarpsverkefnum fyrir franska markaðinn en þar á meðal er France 2, tvö verkefni með Telematin, Echappées Belles og Faut Pas Réver. Í lok mars tók Íslandsstofa einnig á móti hópi blaðamanna frá Frakklandi og Belgíu sem eru fulltrúar miðla með 7.3 milljónir lesenda. Another Escape (Bretland) var í fjallaferð í Mars en að öðru leyti hefur mest vinna farið í að skipuleggja stóra hópferð sem verður í maí með sex stærstu fjölmiðlum Bretlands auk þess sem breska útgáfa Elle mun koma í Apríl. Þá er einnig verið að vinna í blaðamannaferð í apríl með Guardian.
Í mars lagði Íslandsstofa einnig hönd á plóg fyrir Winter Games á Akureyri með þremur blaðamönnum sem boðið var, frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Umfjöllun undanfarna mánuði hefur verið einstaklega góð í Bretlandi og Þýskalandi, m.a. með viðamikilli umfjöllun í Die Zeit. Framundan er hópferð blaðamanna 5-6 stærstu miðla af breska markaðnum sem mun fara bæði á suður og vesturland.
Hér að neðan eru dæmi um blaðagreinar sem þessir fjölmiðlar skrifuðu.
 
 
 

Deila