Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. október 2018

Almenn ánægja með Vestnorden ferðakaupstefnuna á Akureyri

Almenn ánægja með Vestnorden ferðakaupstefnuna á Akureyri
Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í 33. skipti dagana 2.- 4. október. Kaupstefnan fór fram á Akureyri og voru þar samankomnir ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum til að kynna það sem löndin hafa upp á að bjóða.

Kaupstefnan er einstakt tækifæri fyrir seljendur ferðaþjónustu þessara landa til að komast í samband við mögulega kaupendur, byggja upp viðskiptasambönd og selja þjónustu sína. Hún er einnig mikilvægt tækifæri fyrir löndin þrjú til að samþætta þjónustu sína og efla samstarf sín á milli.

Á kaupstefnunni voru samankomnir yfir 600 þátttakendur frá 30 löndum, þar af 70 nýir erlendir ferðasöluaðilar.
Almenn ánægja ríkti með framkvæmd Vestnorden í ár, en kaupstefnan var haldin í góðu samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, Akureyrarbæ, Isavia og Air Iceland Connect.

Vestnorden 2019 verður haldin í Færeyjum dagana 23.- 26. september á næsta ári. 

Kaupstefnan er haldin af Ferðamálasamtökum Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála.


Deila