Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. september 2013

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control haldin í sjötta sinn í Reykjavík

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control haldin í sjötta sinn í Reykjavík
Hvernig getur þú nýtt tækni í listsköpun, miðlun og framsetningu? Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control verður haldin í Reykjavík í sjötta sinn dagana 28. – 30. október 2013 í Bíó Paradís.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmyndari: Arnar Bergmann Sigurbjörnsson

Hvernig getur þú nýtt tækni í listsköpun, miðlun og framsetningu?

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control verður haldin í Reykjavík í sjötta sinn dagana 28. – 30. október 2013 í Bíó Paradís.

Meðal fyrirlesara sem hafa staðfest komu sína eru Social media mógúllinn Oliver Luckett, stofnandi theAudience.

Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar, hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, kvikmyndagerð og myndlist í því skyni að upplifa nýjar og spennandi hugmyndir og dýfa sér í skapandi suðupott.

Ráðstefnan er bræðsla af listamönnum og skapandi frumkvöðlum í bland við erlenda gesti og þátttakendur á heimsmælikvarða.

Hægt er að skrá sig beint á vefsíðu ráðstefnunar www.youareincontrol.is

Um You Are In Control:

You Are In Control er unnin í samstarfi við Íslandsstofu, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Kvikmyndamiðstöð, Samtök íslenskra leikjaframleiðanda, Kynningarmiðstöð íslenskra bókmennta, Leiklistasamband Íslands og Íslensku tónverkamiðstöðina.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Kristjana Rós Guðjohnsen, verkefnisstjóri, kristjana@islandsstofa.is

Deila