Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
11. nóvember 2012

Ameríka lögð undir

Ameríka lögð undir
Hópur vaskra ferðasöluaðila frá Íslandi lagði undir sig Ameríku í nýliðunum mánuði. Farið var í svokallað „roadshow“ eða fundarferð þar sem settir voru upp fundir og Íslandskynningar fyrir ferðaþjónustuaðila í þremur borgum á jafnmörgum dögum: New York, Washington og Seattle.

Hópur vaskra ferðasöluaðila frá Íslandi lagði undir sig Ameríku í nýliðunum mánuði. Farið var  í svokallað „roadshow“ eða fundarferð þar sem settir voru upp fundir og Íslandskynningar fyrir ferðaþjónustuaðila í þremur borgum á jafnmörgum dögum: New York, Washington og Seattle.

Íslandsstofa hélt kynningu á öllum stöðunum og íslensku fyrirtækin kynntu starfsemi sína. Eftirfarandi fyrirtæki tóku þátt: Flugfélag Íslands, Bláa lónið,  Fosshótel og Reykjavíkurhótel, Iceland Excursions, Iceland Travel, Ferðaþjónusta bænda, Kynnisferðir, Sérferðir og Terra Nova. Einnig voru með í för ferðaskrifstofan Arctic Adventure og fulltrúar Atlantic Airways í Færeyjum, ásamt Hótel Arctic og Hótel Quqotoq frá Grænlandi. Allir fundirnir voru skipulagðir í samvinnu við starfsfólk Icelandair á hverjum stað sem tók auk þess virkan þátt. Samtals komu rúmlega 100 gestir á þessa þrjá fundi.

Að fundarlotu lokinni var haldið til Los Angeles þar sem hluti fyrirtækjanna tók þátt í kaupstefnu sem skipulögð var af STI – Scandinavian Tourism Inc., samstarfsvettvangi norrænu ferðamálaráðanna í Bandaríkjunum. Þar voru auk þess fyrirfram skipulagðir lengri fundir með hverjum söluaðila.

Það sem af er ári hafa um 100.000 bandarískir ferðamenn heimsótt Ísland, fjölmennastir allra þjóðerna. Ferðamenn frá Bandaríkjunum eru þegar orðnir 14.737 fleiri en á síðasta ári og nemur aukningin um 16,7%. Vænta má enn frekari fjölgunar ferðamanna frá Vesturheimi á næsta ári. Þá má búast við fjölgun á kanadískum ferðamönnum þar sem endurnýjaðir loftferðasamningar við Kanada gefa væntingar um aukið framboð ferða til Íslands.

Deila