Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. nóvember 2012

Áskoranir og sóknarfæri á norðurslóðum

Áskoranir og sóknarfæri á norðurslóðum
Utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa bjóða til opins fundar um áskoranir og sóknarfæri er tengjast auknum efnahagsumsvifum á norðurslóðum.

Utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa bjóða til opins fundar um áskoranir og sóknarfæri er tengjast auknum efnahagsumsvifum á norðurslóðum.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík.

Miðað við núverandi þróun má gera ráð fyrir að fjárfestingar á norðurslóðum geti numið allt að 100 milljörðum dollara á næstu tíu árum, m.a. vegna olíu- og gasframleiðslu, nýtingar náttúruauðlinda, uppbyggingar samgönguinnviða, ferðaþjónustu og fjarskiptatækni. Svæðið býr yfir ýmsum áskorunum og hefur Ísland og íslenskt atvinnulíf reynslu, þekkingu og getu til að nýta sér þau fjölmörgu sóknarfæri sem framundan eru.


DAGSKRÁ:


Setning

Össur Skarphéðinsson  utanríkisráðherra

Frummælendur

  • Charles Emmerson - Sérfræðingur hjá Chatham House London í málefnum norðurslóða og höfundur nýlegrar skýrslu Loyds of London Arctic Opening: Opportunity and Risk in the High North
  • Felix Tschudi - Eigandi og stjórnarformaður Tschudi skipafélagsins sem vinnur að því að þróa siglingar um Norður-Íshafið
  • Tryggvi Jónsson - framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Mannviti.
  • Ágúst Ágústsson - markaðsstjóri Faxaflóahafna, stjórnarformaður Cruise Iceland

    Samantekt
    Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins

Fundarstjóri
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu

Fundurinn fer fram á ensku.

Aðgangur er ókeypis en fólk er vinsamlegast beðið að skrá þátttöku á netfangið islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000

 

 

Deila