Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. maí 2014

Betri svefn fær verðlaun fyrir bestu markaðs- og aðgerðaráætlunina

Betri svefn fær verðlaun fyrir bestu markaðs- og aðgerðaráætlunina
Það voru Gunnar Jóhannsson og teymi hans í Betri svefn sem báru sigur úr býtum fyrir bestu markaðs- og aðgerðaráætlunina við áfangalok í útflutningsverkefninu ÚH á dögunum.
Vilborg Einarsdóttir, formaður stjórnar Íslandsstofu, Gunnar Jóhannsson frá Betri svefn og Andri Marteinsson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.

Það voru Gunnar Jóhannsson og teymi hans í Betri svefn sem báru sigur úr býtum fyrir bestu markaðs- og aðgerðaráætlunina við áfangalok í útflutningsverkefninu ÚH á dögunum. Varan sem Betri svefn stefnir á að koma á markað á að bæta svefn fólks og heitir Somnify, hugræn atferlismeðferð sem hægt er að nálgast á vefnum. Verkefnið vakti mikla hrifningu meðal stjórnenda ÚH, en að sögn Jóns Ásbergssonar, framkvæmdastjóra Íslandsstofu og formanns stýrihópsins, er þetta „gott dæmi um vöru sem uppfyllir öll helstu skilyrði sem þörf er fyrir við nýsköpun. Hún er einföld, aðgengileg og mikil þörf er fyrir lausnina á markaði.“ Þá hefur verkefnið mikla vaxtarmöguleika að mati dómnefndar.

Að þessu sinni tóku fulltrúar níu fyrirtækja þátt í verkefninu: Mobile health ehf, Ísland, hvar er þín fornaldar frægð ehf, Fjörefli ehf, Grímur kokkur ehf, Norlandair ehf, Stefna ehf, Slippurinn Akureyri ehf, Via Health ehf og Urta Islandica ehf.

Íslandsstofa stendur að ÚH verkefninu í samvinnu við Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Félag kvenna í atvinnulífinu.

Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH), verður haldið í 25. sinn í haust. Verkefnið er ætlað fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hefja útflutning, auka útflutning eða treysta tök sín á markaðssetningu erlendis. Að vanda verða átta til tíu fyrirtæki valin til þátttöku. ÚH-verkefnið tekur sjö mánuði og hefst hin eiginlega vinna um miðjan október nk. og stendur til apríl árið 2015. Að jafnaði eru tveir vinnudagar í mánuði. Nánar um ÚH verkefnið

Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson verkefnisstjóri, andri@islandsstofa.is, Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og
Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is

Deila