Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. september 2019

Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness afhent á Bessastöðum

Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness afhent á Bessastöðum
Á Bókmenntahátíð í Reykjavík í apríl sl. var tilkynnt um stofnun nýrra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna sem kennd eru við Halldór Laxness. Fyrsti handhafi hinna nýju verðlauna er breski rithöfundurinn Ian McEwan.

Verðlaunin verða afhent í Veröld, húsi Vigdísar 19. september af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Að verðlaununum standa forsætisráðuneytið, mennta- og menningamálaráðherra, Íslandsstofa, Forlagið, sem er útgefandi verka Halldórs Laxness á Íslandi og Gljúfrasteinn, auk Bókmenntahátíðar í Reykjavík.

Ferill McEwan spannar hátt í hálfa öld og höfundarverkið telur átján útgefin verk auk kvikmyndahandrita, barnasagna, leikrita og óperutexta. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna og verið talinn í framvarðarsveit virtustu höfunda Bretlands. Meðan á dvöl hans á Íslandi stendur kemur nýjasta bók hans, Machines like Me, út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar sem ber nafnið Vélar eins og ég. Áður hafa komið út á íslensku eftir hann skáldsögurnar Steinsteypugarðurinn (e. The Cement Garden) og Vinarþel ókunnugra (e. The Comfort of Strangers) í þýðingu Einars Más Guðmundssonar, Barnið og tíminn (e. The Child in Time) o.fl. bækur.  

Nánar má lesa um viðburðinn og þýðingar McEwan á vef Bókmenntahátíðar


Deila