Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
31. október 2016

Endurnýjaður samningur um markaðs- og kynningarverkefni í Norður–Ameríku

Endurnýjaður samningur um markaðs- og kynningarverkefni í Norður–Ameríku
Þann 26. október var undirritaður nýr samningur um markaðs- og kynningarverkefni í Norður–Ameríku undir heitinu Iceland Naturally.

Þann 26. október var undirritaður nýr samningur um markaðs- og kynningarverkefni í Norður–Ameríku undir heitinu Iceland Naturally. Auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru Icelandic Group, Icelandair, Bláa lónið, ISAVIA, Reyka Vodka, Icelandic Glacial Water, Icelandic Provisions, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun, Íslandsstofa, forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið aðilar að samningnum.  

Markmiðið með Iceland Naturally er að styrkja ímynd Íslands og styðja við íslensk vörumerki á mörkuðum í Norður-Ameríku með því að auka á sýnileika íslenskrar vöru og þjónustu og hefur verkefnið verið starfrækt frá aldamótum. 

Kannanir sýna að mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum og er samningurinn sem skrifað var undir í dag mikilvægur áfangi í að styrkja enn frekar útflutning á íslenskum vörum til Norður-Ameríku og auka frá Bandaríkjunum og Kanada til Íslands.

Deila