Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. apríl 2015

Erlendir meistaranemar vinna markaðsverkefni fyrir Íslandsstofu

Erlendir meistaranemar vinna markaðsverkefni fyrir Íslandsstofu
Íslandsstofa fékk í síðastliðinni viku heimsókn meistaranema frá Cass Business School í London sem unnu að markaðsverkefni fyrir svið iðnaðar og þjónustu.

Íslandsstofa fékk í síðastliðinni viku heimsókn meistaranema frá Cass Business School í London sem unnu að markaðsverkefni fyrir svið iðnaðar og þjónustu. Nemarnir komu hingað til lands ásamt hópi samnemenda sem öll unnu að verkefnum fyrir fyrirtæki víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.

Verkefni nemendanna hjá Íslandsstofu fólst í að skoða inngönguleiðir á tiltekinn erlendan markað, fyrir ákveðnar starfsgreinar hér á landi. Einnig voru skoðaðir helstu áhrifavaldar á sviði almannatengsla varðandi hverja starfsgrein fyrir sig. Um víðtækt verkefni var að ræða sem tengist ólíkum starfsgreinum á Íslandi. Á skömmum tíma náðist að safna upplýsingum sem munu nýtast Íslandsstofu við áframhaldandi upplýsingaöflun fyrir markaðssetningu íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. 

Deila